Skilmálar

Skilgreining

Seljandi er JG Synir ehf. með kennitölu 620517-1000, VSK númer 129000 og heimilisfang að Brúnastekk 11. Kaupandi er sá sem er skráður fyrir kaupum á reikningi.

Skilmálar

Skilmálar okkar eru í samræmi við gildandi neytendalög og lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga þegar varan er keypt:

Lög nr. 48/2003 um neytendakaup

Lög nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga

Hafa ber í huga að ef kaupandi hefur kennitölu fyrirtækis er ekki um neytendakaup að ræða og því gilda ekki lög um neytendakaup. Þau lög sem gilda eru:

Lög nr. 50/2000 um lausafjárkaup

Ef um er að ræða sölu til fyrirtækis er ábyrgð á galla í 1 ár.

Afhending

Sendingarkostnaður er 490kr. Flestar vörur eigum við ekki til á lager og því ekki í boði að velja að vara verði sótt í Brúnastekk í söluferli. Hafa má samband við okkur til að athuga hvort vara sé til á lager. Ef svo er getum við felt niður sendingarkostnað áður en gengið er frá pöntun. 

Sendingartími:

Höfuðborgarsvæðið: 2-3 virkir dagar

Landsbyggðin: 4-5 virkir dagar.

Ef um sérpantaða vöru er að ræða, sem ekki eru inni á síðunni, má búast við að fá vöru afhenda um 14 daga eftir kaupdagsetningu.

Að svo stöddu sendum við vörur einungis innan Íslands.

Við áskilum okkur rétt að hætta við sölu innan 6 klst eftir kaup.

Verð

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum VSK. VSK upphæð kemur fram í söluferli áður en varan er keypt.

Engin aukagjöld né tollar leggjast á kaupanda við afhendingu pöntunar. Sendingakostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram.

Skilaréttur

Við tökum á móti keyptum vöru 3 vikum eftir kaupdagsetningu. Viðskiptavinur getur þá fengið vörun endurgreidda að fullu eða fengið inneignarnótu. Varan má vera notuð en ekki skemmd. Ef skila á vöru verður að skila öllum umbúðum sem fylgdu vörunni til að eiga rétt á endurgreiðslu.

Viðskiptavinur ber sjálfur kostnað á því að koma vörunni til okkar í Brúnastekk 11.

Meðferð persónuupplýsinga

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Meðferð persónuuplýsinga er í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Lög og varnarþing

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal reyna að leysa það í sátt utan dómsstóla en annars yrði málið rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.