Kindle Paperwhite Lesbretti 4 (2018)

Amazon

Þynnsta og léttasta Kindle lesbrettið hingað til. Góður skjár fyrir lestur og vel hægt að lesa utandyra í sólinni með 300 ppi gljálausum skjá. Í þessari nýju útgáfu er lesbrettið vatnshelt svo það þarf ekki að hafa áhyggjur af vatnsskemmdum við sundlaugabakkann, á ströndinni eða í baðinu. Núna með tvisvar sinnum meira geymslupláss en fyrri útgáfa, 8GB. Einnig hægt að velja 32GB. Hægt er að vera með Audible hljóðbóka appið og para saman við þráðlaus heyrnatól. Ein hleðsla endist í vikur. Kemur með 5 innbyggðum ljósum svo þægilegt er að lesa í rökkrinu.