Innkaup fyrir skóla

October 10, 2017

Fyrir nokkrum dögum hafði við okkur samband starfsmaður skóla á höfuðborgarsvæðinu fyrir hönd foreldrafélags í skólanum. Verið var að spyrjast fyrir um legoplötur sem ekki voru fáanlegar á Íslandi. Þær voru með lími á bakhliðinni en líma átti þær á vegg til að auka sköpunargáfu krakkana og gleðja þau. Foreldrafélagið hafði 100.000kr til umráða og vildu fá 14 pakka af Lego plötum með 4 plötum í og Lego Classic fyrir rest.

Verðdæmi

Þegar pöntunin var staðfest voru þetta opinberu vöruverðin á Amazon.com með söluskatti:

1 x Legoplata: 30,44$

1 x Lego Classic Large: 54,11$

Samtals 14 pakkar af plötum og 4 af Lego Classic væru þetta því 642,60$ í heildina fyrir vörurnar. Þessar vörur eru ekki léttari en 15 kg í heildina og jafnvel töluvert þyngri m.v. besta verðtilboðið sem við fengum frá póstfyrirtækjum. Ef miðað er við 15 kg og leitað er að einfaldri áframsendingarþjónustu frá Bandaríkjunum myndi slík sending því kosta u.þ.b. 132$ til landsins með tryggingu.

Ef þessu reikningsdæmi er slegið inn í reiknivél fyrir innflutningsgjöld myndu vörukaupin með innflutningi, tryggingu, VSK og tollum kosta 101.000kr. Þetta er hærra verð en foreldrafélag skólans greiddi okkur fyrir pöntunina.

Innkaup fyrir skóla | JG Synir

Af hverju JG Synir?

Við fáum lægra vöruverð frá Amazon.com með samningum og flytjum inn vörur hagstætt. Í því felst ágóðinn fyrir okkur. Neytandinn fær að sama skapi:

- íslenska tryggingu

- ekkert vesen tengt innflutningi

- landsins stærsta vöruúrval

- verð sem eru lítið hærri en þau sem eru á Amazon með innflutningi til landsins

- góða þjónustu

Við tökum vel á móti öllum fyrirspurnum um vörur og svörum flestum þeirra með verðtilboði. Við bjóðum afslætti til fyrirtækja og stofnanna ásamt afslætti á stórum kaupum hjá einstaklingum. Oftar en ekki erum við ódýrari en samkeppnisaðili.

Legoplöturnar og kubbarnir koma líklega í umræddan skóla fyrir lok vikunnar eða í byrjun þeirrar næstu. Hlökkum til að afhenta pöntunina og gleðja krakkana. Munum birta mynd af vörunum á instagram síðu okkar fyrir ykkur til að skoða.

Í lokin vill starfsmaður skólans hvetja öll foreldrafélög til þess að leggja skólunum sínum lið með rausnarlegum gjöfum sem þessum.

Góðar stundir

JG SynirLeave a comment

Comments will be approved before showing up.


Also in Starfsemin | JG Synir

Síðustu öruggu kaupdagar og skilafrestur

December 09, 2017

Nú styttist í jólin og fólk farið að kaupa jólagjafir í hrönnum.

Til þess að vera öruggur með að fá vöru í hendurnar fyrir jól þar hún að vera keypt fyrir:

14. desember - Ef varan er dropship vara

20. desember - Ef varan er til á lager og senda þarf hana út á land

24. desember - Ef varan er til á lager og senda þarf hana innan höfuðborgarsvæðis

Read More

Fyrsta vörukynningin

September 24, 2017

Fyrsta vörukynningingin okkar var á dögunum. Halldór hefur unnið í skóla og frístundarheimili og þekkir vel til þar. Þetta var því kjörinn vettvangur til þess að halda fyrstu kynninguna á. Hann fór því á frístundarheimili í Reykjavík og hélt vörukynningu á vörum sem við eigum á lager. Sú kynning heppnaðst vel og seldum við vinsælar vörur fyrir krakkana á góðu verði. Pöntunin samanstóð af:

Read More