Fyrsta vörukynningin

September 24, 2017

JG Synir - Vefverslun og Heildsala 

Móttökurnar fyrstu vikurnar eftir að heimasíðan okkar fór í loftið hafa verið góðar. Við erum enn að læra á tæknileg atriði varðandi heimasíðurekstur. T.d. að gera viðmótið betra, láta efni og texta vera meira við hæfi og láta síðuna "ranka" betur á Google. Sem dæmi má nefna þá vorum við að átta okkur á því um helgina að forsíðan okkar var allt of stór í MB talið. Samkvæmt hraðakönnun á Pingdom voru 91% síða í Svíþjóð hraðari að "load-ast". Við niðursköluðum því allar myndir og viðskiptavinir ættu nú ekki að þurfa bíða jafn lengi eftir að síðan svari. Við hlökkum til að fínpússa síðuna betur í framtíðinni og læra meira inn á heimasíðugerð og vísindin í kringum hana.

Fyrsta vörukynning

Fyrsta vörukynningingin okkar var á dögunum. Halldór hefur unnið í skóla og frístundarheimili og þekkir vel til þar. Þetta var því kjörinn vettvangur til þess að halda fyrstu kynninguna á. Hann fór því á frístundarheimili í Reykjavík og hélt vörukynningu á vörum sem við eigum á lager. Sú kynning heppnaðst vel og seldum við vinsælar vörur fyrir krakkana á góðu verði. Pöntunin samanstóð af:

Samtals: 29.961kr

Frábært verð fyrir frístundarheimili með takmarkað fjármagn milli handanna. Við gefum afslátt fyrir magnpantanir.

Hvað seljum við á vörukynningum?

Á fyrstu vörukynningunni seldum við vörur sem við áttum á lager sem hentuðu krökkum á frístundarheimili. Þar sem við viljum bjóða upp á sérsniðið úrval hverju sinni, hvort sem vörukynningin verður á frístundarheimili eða í fjármálafyrirtæki, munum við í framtíðinni bjóða vörur sem henta hverju sinni án þess að eiga þær allar til á lager. Afhentingartími yrði þá ca. 2 vikur í stað samdægurs en á móti kemur betra vöruúrval á betra verði. Við tökum fram að vörur á síðunni eru til á lager nema annað sé tekið fram.

Hvaðan fáum við vörurnar?

Við fáum allar vörur af Amazon - Góðir samningar, betra verðMargir hafa spurt okkur hvaðan við fáum vörurnar. Við fáum þær allar af Amazon.com. Með því að gera samninga við Amazon og aðila sem selja á Amazon má fá gott verð fyrir vörur, okkur og viðskiptavinum okkar til hagsbóta. Til stendur á næstu mánuðum að ná samningum við Amazon.co.uk til þess að auka vöruúrvalið enn frekar, þó það verði að teljast gott með vöruúrvalinu frá Bandarísku síðunni eitt og sér. Þetta myndi einnig leiða af sér betri verð í sumum tilfellum.

Heildverslun með persónulegri þjónustu

Ef fyrirtækið þitt vantar vörur á góðu verði og vill eiga í viðskiptum við persónulegan heildsala með gott vöruúrval, endilega hafðu samband. Förum í vörukynningar eða svörum vörufyrirspurnum með verðtilboði.

Góðar stundir

JG SynirLeave a comment

Comments will be approved before showing up.


Also in Starfsemin | JG Synir

Síðustu öruggu kaupdagar og skilafrestur

December 09, 2017

Nú styttist í jólin og fólk farið að kaupa jólagjafir í hrönnum.

Til þess að vera öruggur með að fá vöru í hendurnar fyrir jól þar hún að vera keypt fyrir:

14. desember - Ef varan er dropship vara

20. desember - Ef varan er til á lager og senda þarf hana út á land

24. desember - Ef varan er til á lager og senda þarf hana innan höfuðborgarsvæðis

Read More

Innkaup fyrir skóla

October 10, 2017

Fyrir nokkrum dögum hafði við okkur samband starfsmaður skóla á höfuðborgarsvæðinu fyrir hönd foreldrafélags í skólanum. Verið var að spyrjast fyrir um legoplötur sem ekki voru fáanlegar á Íslandi. Þær voru með lími á bakhliðinni en líma átti þær á vegg til þess að auka sköpunargáfu krakkana og gleðja þau. Foreldrafélagið hafði 100.000kr til umráða og vildu fá 14 pakka af Lego plötum með 4 plötum í og Lego Classic fyrir rest.

Read More